Forventes på lager: 31-03-2023
Dee dómari, hinn frægi meistari í uppljóstrun glæpa, er nýtekinn við dómstólnum í borginni Poo-yang. Hans fyrsta verkefni er að hnýta lausa enda í hrottalegu morðmáli sem bíður úrskurðar. Hin unga Hreina Jaði hefur verið myrt á heimili sínu á Hálfmánastræti og bendir allt til þess að leynilegur elskhugi hennar hafi verið að verki. Inn í málið flækjast sögusagnir af kraftaverkum úr munkamusteri þar sem fjölmargar konur hafa orðið barnshafandi í nafni trúarinnar.
Robert van Gulik (1910-1967) var hollenskur rithöfundur sem er best þekktur fyrir ævintýrin um Dee dómara. Sögupersónuna fékk hann að láni úr kínverskri skáldsögu frá 18. öld sem hann þýddi yfir á ensku og var hans fyrsta útgefna verk. Í kjölfarið skrifaði hann 17 bækur um Dee dómara sem komu út á árunum 1949-1968. Gulik var margt til lista lagt en ásamt ritstörfunum var hann austurlandafræðingur, diplómati og tónlistarmaður.
| Forlag | SAGA Egmont |
| Forfatter | Robert van Gulik |
| Type | Ebog |
| Format | epub |
| Sprog | Islandsk |
| Udgivelsesdato | 31-03-2023 |
| Udgiver | SAGA Egmont |
| Oversætter | Álfheiður Kjartansdóttir |
| Sideantal | 217 Sider |
| Filtype | epub |
| Filversion | 3.0 |
| Filformat | Reflowable |
| Filstørrelse | 2409 KB |
| Kopibeskyttelse | DigitalVandmaerkning |
| Datamining | Ikke tilladt |
| ISBN-13 / EAN-13 | 9788728449172 |