Forventes på lager: 09-12-2019
Árið er 1866 og sjómenn um allan heim hræðast möguleg skrímsli neðansjávar. Af þeim sökum ákveða prófessorinn og líffræðingurinn, Dr. Pierre Aronnax, og aðstoðarmaður hans, Conseil, að leggja í sjóferð til að rannsaka málin. Skipstjórinn Nemo tekur þá til fanga á skipi sínu, kafbátnum Nautilus, þar sem þeir bera fegurð hafdjúpanna augum.
Þessi heillandi ævintýraskáldsaga segir frá ævintýrum ferðalanganna er þeir ferðast um heiminn og takast á við meðfylgjandi hættur.
Sæfarinn - Ferðin kring um hnöttin neðansjávar er talin móðir allra ævintýraskáldsagna. Ævintýri sögunnar, uppfinningarnar og uppgötvanirnar gerðu það að verkum að Verne var á undan sínum samtíma, sem gerir söguna einstaka og ógleymanlega.
Hinn franski Jules Verne (1828-1905) er einn dáðasti rithöfundur samtímans og oft nefndur sem faðir vísindaskáldskaparins. Var hann gríðalega afkastamikill bæði sem rithöfundur og ljóð- og leikskáld og er í dag mest þýddi rithöfundur allra tíma ásamt Agöthu Christie og William Shakespeare.
| Forlag | SAGA Egmont |
| Forfatter | Jules Verne |
| Type | Ebog |
| Format | epub |
| Sprog | Islandsk |
| Udgivelsesdato | 09-12-2019 |
| Udgiver | SAGA Egmont |
| Serie | World Classics |
| Sideantal | 150 Sider |
| Filtype | epub |
| Filversion | 2.0 |
| Filformat | Reflowable |
| Filstørrelse | 189 KB |
| Kopibeskyttelse | DigitalVandmaerkning |
| Datamining | Ikke tilladt |
| ISBN-13 / EAN-13 | 9788726286519 |